Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir þá sem vantar meiri styrk og kjart á hestbaki og vilja ná betri tökum á reiðhestinum sínum. Sigrún Sig. reiðkennari verður með námskeið sem er tvisvar í viku með það markmið að nemendur öðlast meiri styrk og getu. Kennt verður á seinnipart á þriðjudögum og fimmtudögum í átta skipti (4 vikur).
Verð: 19.000 (miðað við 4 í hóp)
Skráning á fakur@fakur.is
s. 898-8445