Ítrekað berast skrifstofu Fáks ábendingar varðandi lausagöngu hunda í kringum hesthús og á félagssvæði okkar.
Hundaeigendur eru beðnir um að hafa hunda sína í taumi svo þeir valdi ekki ónæði eða slysahættu.
Í samþykkt Reykjavíkurborgar um hundahald er taumskylda í Reykjavík og á það líka við um hesthúsavæði/félagssvæði Fáks.
Einungis má sleppa hundum lausum á þar til skilgreindum stöðum eins og á Geirsnefi, Geldinganesi og ákveðnu svæði á Austurheiðum.
Allar upplýsingar um hundahald má finna á vef Reykjavíkurborgar: