Í samstarfi við hestavöru- og reiðfataframleiðandann Hrímni, bjóðum við félagsmönnum upp á að panta sérframleiddan fatnað merktan Fáki næstkomandi laugardag klukkan 10 til 13 í anddyri Lýsishallarinnar. Á sama stað fer fram skráning á Nýárstölt Fáks.
Hægt verður að máta allar stærðir af fatnaði. Greiddur er helmingur pöntunar á staðnum og rest við afhendingu í maí.
Hvetjum við alla félagsmenn að nýta tækifærið til að fá sér vandaðan fatnað á sérkjörum.
Við mætum svo öll á Landsmót í sumar vel merkt okkar félagi og styðjum okkar fólk 😉





