Á þessum fallega bjarta, lygna og hvíta degi er manni hugsað til reiðtúranna framundan með fáksfélögum.  Það er tæpur mánuður í fyrsta félagsreiðtúr vetrarins en hann verður laugardaginn 17. janúar. Við í nefndinni hlökkum til að hitta aðra fáksfélaga!

Einhverjir taka kannski skeifnasprettinn og aðrir hafa mögulega riðið út í allan vetur, aðal málið er að hittast, kynnast aðeins og ríða út saman.

Við vonumst til að alls konar reiðmenn geti hugsað sér að koma með okkur; ungir, fullorðnir, óvanari og svo reynslumiklir reiðmenn.  Reiðtúrarnir henta vel þeim sem vilja komast í félagsskap í útreiðatúrum, þeim sem eru óöruggir og þurfa stuðning en ekki síður þeim sem vilja kynnast fleirum eða bara að hafa gaman saman.  Eins og áður er sagt leggjum við af stað frá reiðhöllinni kl 14:00 þann 17. janúar og förum bara hæfilega hratt og hæfilega langt.  Meira síðar.

Við minnum líka á að sama kvöld er Þorrablót Fáks

Kveðja,

f.h. Ferðanefndar Fáks

Gulli og Sirrý, Víðidalur