Þorrablót Fáks verður haldið í félagsheimilinu þann 17. janúar. Húsið opnar 19:00.
Veislustjóri er Sigurbjörn Magnússon og heiðursgestur kvöldsins er Guðni Ágústsson.
Aðrir góðir gestir sem koma fram eru:
- Hulda Gústafsdóttir, minni kvenna
- Hjalti Jón Sveinsson, minni karla
Orri Sveinn Jónsson verður með uppistand og spilar undir fjöldasöng.
Jonni Kokkur mun sjá um þorramatinn. Ljúffengur pottréttur verður fyrir þá sem ekki treysta sér í þorramatinn.
Þorrareiðin verður á sínum stað klukkan 14:00 en hún verður auglýst nánar síðar.
Miðasala fer fram á Tix.is. Miðaverð er 9.890 krónur.
Tryggið ykkur miða í tíma, takmarkað magn.
Hvetjum félagsmenn og aðra hestamenn til að mæta.
Meðfylgjandi er linkur á miðasöluvef Tix:
