Fimmtudaginn 11.desember verður fyrirlestur um alls kyns hagnýt atriði sem tengjast því að hafa hest á húsi og taka hest inn!

Kennari er Hrafnhildur Blöndahl sem er menntaður hestafræðingur, leiðbeinandi og tamningamaður.

Fyrirlesturinn fer fram í veislusal Spretts í Kópavogi og hefst klukkan 18:00!
Létt snarl verður í boði!

Hvetjum alla sem eru með hesta á húsi og aðstandendur sem vilja bæti við sig þekkingu til að mæta!