Stjórn Fáks samþykkti á fundi sínum þann 1. desember sl. eftirfarandi stefnur sem lið í undirbúningi félagsins að því að verða fyrirmyndarfélag ÍSÍ: umhverfisstefnu, jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun og forvarnarstefnu. Einnig skilgreindi stjórn hlutverk og markmið æskulýðsnefndar.
Sem lið í því að uppfylla umhverfisstefnu félagsins mun félagið fjárfesta í flokkunarfötum til að unnt sé að flokka sorp í fasteignum sem eru í rekstri félagsins.
Athygli er vakin á því að forvarnarstefna félagsins tekur á vímuefnaneyslu í samvistum við hestinn og mun félagið hér eftir ekki bjóða upp á áfenga drykki í viðburðum á vegum félagsins þar sem félagsmenn hittast með hestum sínum.