Fákur fékk góða heimsókn í Víðidalinn í síðustu viku þar sem borgarafulltrúar Framsóknarflokksins komu í heimsókn og kynntu sér hið umfangsmikla og góða starf sem er unnið í hestamannafélaginu Fáki.  Sköpuðust fjörugar umræður en niðurstaða fundarins var sú að það vantar sárlega heildstæða stefnu fyrir uppbyggingu hestaíþróttarinnar í Reykjavík.

Í kjölfar fundarins mótuðu borgarfulltrúar Framsóknarflokksins tillögu til borgarstjórnar Reykjavíkur um að settur yrði á stofn stýrihópur á vegum borgarráðs til að móta heildstæða stefnu borgarinnar í málefnum hestaíþróttarinnar í Reykjavík. Tillagan var rædd í dag í borgarstjórn og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum með þeirri breytingu að menningar- og íþróttaráði verði falið að stýra þessum og starfshópi og setja honum erindisbréf. Tillögu borgarfulltrúa Framsóknarflokksins má finna hér:

Við þökkum borgarfulltrúum Framsóknarflokksins kærlega fyrir komuna og fyrir þetta frábæra frumkvæði í kjölfar þessa góða samtals sem við áttum í Víðidalnum um iðkun hestaíþróttarinnar í Reykjavík og tækifærin sem eru til staðar til að efla hana.