Sunnudaginn 23. nóvember verður námskeið í hestafimleikum í Lýsishöllinni í Fáki með Kathrin Schmitt. Hestamannafélagið Þytur hefur stundað hestafimleika síðustu 15 ár undir hennar stjórn. Einnig hefur hún farið í önnur hestamannafélög út á landi og haldið vinsæl námskeið en það er nú í fyrsta sinn í boði hér á höfuborgarsvæðinu.
Hópur 1 – 6-9 ára mæta frá kl: 10:00 – 12:30
Hádegishlé frá 12:30-13:30
Hópur 2 – 10 ára og eldri mæta frá kl: 13:30-16:00
Verð: 12.500kr Skráning fer fram á Sportabler
Það þarf ekki að mæta með hest
Fyrir frekari fyrirspurnir er hægt að senda línu á netfangið vilfridur@fakur.is
Upplýsingar til foreldra: Útaf öryggis- og heilbrigðisástæðum biðjum við ykkur að fara eftir þessum reglum:
- Krakkarnir mæta í þægilegum, hlýjum og helst þröngum íþrottafötum.
- Þeir sem eiga tátillur eða balettskór eiga endilega vera í þeim á hesti. Hinir koma með ullarsokkar. Við erum i venjulegum strigaskóm, t.d. í leikjum og æfingum á gólfi en EKKI á hesti!
- Hárið á að vera sett saman.
- Fjarlægja þarf alla skartgripi áður en æfingin hefst. Eyrnalokka sem mega ekki vera fjarlægðir eiga þá að vera með plástur yfir.
- Henda þarf tyggjói áður en æfingin byrjar.
- Símarnir eru geymdir í töskunni, ekki i buxnavasanum.
Hlökkum til að sjá ykkur