Á Uppskeruhátíð Fáks sem fram fór þann 31. október kvaddi Gunnar Arnarson sér hljóðs og fór yfir farinn veg hrósaði því góða starfi sem unnið hefur verið í Fáki.
Þá tilkynnti hann að að þau hjónin og gullmerkjahafar Fáks, Gunnar og Kristbjörg í Auðsholtshjáleigu, ætluðu að styrkja æskulýðsstarf félagsins um 400.000 krónur. Öflugt æskulýðsstarf væri þeim hjónum hugleikið og börn þeirra hefðu alist upp í félaginu og héldu enn tryggð við það. Æskulýðsnefnd heimsótti þau í vor og var tekið höfðinglega á móti Fákskrökkunum.
Fákur þakkar Gunnar og Kristbjörgu kærlega fyrir styrk þeirra til Æskulýðsnefndar og nú mun nefndin leggja höfuðið í bleyti hvernig verja megi styrknum til eflingar æskulýðsstarfs í félaginu.
Kristbjörg Eyvindsdóttir og Gunnar Arnarsson í Auðsholtshjáleigu.
