Föstudaginn 17. október verður Hobby horse leikjadagur í reiðhöllinni. Þrautir og leikir um alla reiðhöll. Glens og gaman. Hægt er að kynna sér hobby horse á tik tok eða Instagram.
 
Fimmtudaginn 6. nóvember verður uppskeruhátíð barna og unglinga í félagsheimili Fáks. Á hátíðinni verða veitt verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á keppnisárinu 2025 í eftirfarandi flokkum.
• Besti keppnisárangur í barnaflokki, stúlka og drengur
• Besti keppnisárangur í unglingaflokki, stúlka og drengur
 
Laugardaginn 22. nóvember verður sýnikennsla í hestafimleikum með Kathrin Schmitt og aðstoðarfólki. Námskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni verður í kjölfarið sunnudaginn 23. nóvember. Hægt er að kynna sér hestafimleika á heimasíðunni hestafimleikar.is. Sýnikennslan er á vegum fræðslunefndar hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu. 
 
Jólagleðin verður svo fimmtudaginn 11. desember.
• Sýnikennslur
• Föndrað
• Matur, drykkir og jólatónlist.
Hvetjum við alla foreldra og börn til að mæta og dettum í jólastuð saman.
 

Námskeið haustsins fyrir æskuna (sept-des):

Hestfimleikar – námskeið án hests sunnudaginn 23.nóvember.
Knapamerki – hægt er að hafa samband á netfangið vifridur@fakur.is ef áhugi er á námskeiði í knapamerkjum.
Anton Páll einkakennsla – unglingar og ungmenni
Angelique Hofman frá Portugal einkakennsla – með áherslu á klassíska reiðmennsku.
Námskeið með Friðdóru Friðriks
Vigga Matt- einkakennsla
Fredrica Fagerlund einkakennsla með áherslu á gæðingafimi
Fákar og fjör hestaíþróttaklúbburinn með Sif og Karen
 
Fyrir frekari fyrirspurnir er hægt að hafa samband við Villu á netfangið vilfridur@fakur.is