Íslandsmót barna og unglinga fór fram á félagssvæði Sörla 17.-20. júlí síðastliðinn. Fjölmargir Fáksfélagar öttu kappi og náðu frábærum árangri á mótinu.
Í unglingaflokki var Lilja Rún Sigurjónsdóttir tvöfaldur Íslandsmeistari; í gæðingaskeiði á Heiðu frá Skák og fjórgangi V1 á Draupni frá Dimmuborg. Þá var hún í öðru sæti í T4 eftir sætaröðun ásamt því að vera í A-úrslitum í T1.
Í unglingaflokki komust í A-úrslit:
- Tölt T4: Lilja Rún Sigurjónsdóttir og Gabríel Liljendal Friðfinnsson
- Fjórgangur V1: Ragnar Snær Viðarsson
- Fimmgangur F2: Ragnar Snær Viðarsson
- Gæðingakeppni: Sigurður Ingvarsson
- Gæðingatölt: Ásdís Mist Magnúsdóttir
Í flugskeiði var Lilja Rún í þriðja sæti, Ragnar Snær í 9 sæti, Gabríel Liljendal í 11. sæti og Bertha Liv Bergstað í 18. sæti. Í gæðingaskeiði var sem fyrr Lilja Rún Íslandsmeistari og náðu Siguður Ingvarsson, Gabríel Liljendal, Emilía Íris Ívarsdóttir, Ragnar Snær og Bertha Liv góðum árangri.
Í unglingaflokki komust í B-úrslit:
- Gæðingatölt: Viktor Leifsson
- Tölt T1: Gabríel Liljendal Friðfinnsson
- Fjórgangur V1: Gabríel Liljendal Friðfinnsson
Í barnaflokki varð Oliver Sirén Matthíasson Íslandsmeistari í slaktaumatölti T4 á Herjann frá Eylandi. Oliver var einnig í þriðja sæti í fjórgangi V2. Flottur árangur en Oliver er á sínu öðru ári í barnaflokki.
Í barnaflokki komust í A-úrslit:
- Gæðingatölt: Valdís Mist Eyjólfsdóttir, Helga Rún Sigurðardóttir og Oliver Sirén Matthíasson.
- Tölt T3: Helga Rún Sigurðardóttir og Valdís Mist Eyjólfsdóttir
- Tölt T4: Oliver Sirén Matthíasson og Hrafnar Freyr Leósson
- Fjórgangur V2: Oliver Sirén Matthíasson og Hrafnar Freyr Leósson.
Í barnaflokki komust í B-úrslit:
- Gæðingatölt: Valdís Mist Eyjólfsdóttir, Hrafnar Freyr Leósson, Jóhanna Lea Hjaltadóttir og Guðrún Lára Davíðsdóttir í gæðingakeppni,
- Gæðingatölt: Hrafnar Freyr Leósson í gæðingatölti
- Tölt T3: Helga Rún Sigurðardóttir, Hrafnar Freyr Leósson og Oliver Sirén Matthíasson
- Fjórgangur V2 – Oliver Sirén Matthíasson og Hrafnar Freyr Leósson
Óskum við þeim og öðrum Fáksfélögum til hamingju með árangurinn.