Einkatími með Antoni Níelssyni (Tona). Þriðjudaginn 21. janúar (eitt skipti). Til að panta tíma þarf að senda póst á netfangið vilfridur@fakur.is
1 laus tími kl: 9.45-10.30
1 laus tími kl: 11:15-12:00
Verð fyrir fullorðna 18.900kr
Verð fyrir unglinga og ungmenni 14.800kr
Anton Páll Níelsson er menntaður reiðkennari B frá Háskólanum á Hólum.
Hann hefur kennt við Hólaskóla í fjölda mörg ár auk þess að sinna reiðkennslu víða um heim og rækta hross. Anton Páll hefur verið einn af þjálfurum íslenska landsliðsins í hestaíþróttum sem og nokkrum erlendum landsliðum, t.d. því sænska og austurríska. Anton Páll er þekktur fyrir einfalda, hreinskilna, hestvæna og mjög árangursríka nálgun í reiðkennslu sinni.
4 einkatímar með Vilfríði Fannberg. Byrjar miðvikudaginn 22 janúar. Til að panta tíma á námskeiðið þarf að senda póst á netfangið vilfridur@fakur.is
1 laust tími kl:15.40-16.20
Verð fyrir fullorðna 45.000kr
Verð fyrir börn unglinga og ungmenni 33.000kr
Kennsla verður einstaklingsmiðuð og hentar hvort sem er áhugafólki eða knöpum með áhuga á keppni.
Hópanámskeið með Sigrúnu og Hennu fyrir fullorðna. Byrjar þriðjudaginn 4 febrúar. Skráning í tímana fer fer fram á Sportabler.
1 laust pláss kl: 18:30 – 19:15
1 pláss laust kl 19:15 – 20:00
Verð fyrir fullorðna 65.000kr
Boðið er upp á námskeið fyrir útreiðafólk sem vill styrkja leiðtogahlutverk sitt. Öðlast betri færni í samskiptum við hestinn sinn. Læra að skilja hestinn betur og kenna hestinum á umhverfið. Kennt er í fjögurra manna hópum 1x í viku 8 skipti á þriðjudögum.