Mándaginn 25. nóvember og þriðjudaginn 10.desember ætlar Ragga Har reiðkennari að vera með einkatíma í Lýsishöllinni.

Ragnhildur hefur starfað við tamningu og þjálfun hrossa í fjölda ára. Hún útskrifaðist sem reiðkennari C frá Hólum árið 2011 og starfar nú sem sjálfstætt starfandi tamingamaður á Selfossi. Hún hefur gert það afar gott á keppnisbrautinni og verið liðsmaður íslenska landsliðsins undanfarin ár.

Ragnhildur mun bjóða upp tvo 40 mín einkatíma. Tímarnir verða sniðnir þörfum knapa og hests. (Lágmarksþáttaka er á námskeiðið)

Verð: 28.000kr fyrir fullorðna en 22.000kr fyrir börn, unglinga og ungmenni.

​Greiða þarf fullt verð fyrir námskeiðið en biðja um endurgreiðslu á höllinni fyrir yngri flokka á netfangið einar@fakur.is.

Skráning fer fram á Sprotabler