Íslandsmót ungmenna & fullorðinna hefst á félagssvæði Fáks í Reykjavík fimmtudaginn 25. júlí kl. 12:00. Knapafundur verður á FB viðburði mótsins og ef eitthvað brennur á fólki þá er hægt að hafa samband við mótsstjóra og/eða yfirdómara í síma eða með fyrirspurn á skraning@fakur.is. Athugið einnig að keppendum er velkomið að koma við í fótaskoðun og láta fara yfir búnað, leiki vafi á lögmæti hans í keppni.
Keppendur í gæðingalist athugið: í báðum flokkum fellur sú grein niður vegna lítillar þáttöku.
Nokkrir punktar til að hafa í huga:
- Ráslistar eru tilbúnir, hægt að skoða í HorseDay smáforritinu.
- Hægt er að afskrá þar til einni klst áður en grein hefst. Þá er ráslisti þeirrar greinar endanlegur.
- Endanleg dagskrá er hér meðfylgjandi og í HorseDay.
- Mótið er WR. Breytingar FEIF 2024 er að finna hér sem og aðrar reglur um keppni á vef LH. Þátttakendur bera ábyrgð á því að kynna sér reglur um þá keppni sem þeir skrá sig til þátttöku í.
Tengiliðir mótsins:
- Þórir Örn Grétarsson, framkvæmdastjóri – 897 7654
- Siggi Ævars, mótsstjóri – 898 3031
- Sigríður Pjetursdóttir, yfirdómari – 899 7792
Alendis.tv mun sýna beint frá mótinu, þannig að allir hafa möguleika á að horfa á.
Víðidalurinn mun taka vel á móti keppendum, aðstandendum og öðrum gestum og skartar nú þegar sínu fegursta.
Mótsstjórn óskar keppendum góðs gengis og drengilegrar keppni.
Dagskrá
Fimmtudagur 25. júlí 2024 | |
12:00 | Fjórgangur V1 ungmennaflokkur |
14:15 | Hlé |
14:35 | Fjórgangur V1 meistaraflokkur |
16:35 | Kaffihlé |
17:00 | Fimmgangur F1 ungmennaflokkur |
19:00 | Kvöldmatarhlé |
19:50 | Skeið 250m, svo 150m – 1. og 2. sprettur |
22:10 | Dagskrárlok |
Föstudagur 26. júlí 2024 | |
09:00 | Fimmgangur F1 meistaraflokkur 1-15 |
10:25 | Hlé |
10:35 | Fimmgangur F1 meistaraflokkur 16-31 |
12:05 | Hádegishlé |
12:40 | Tölt T2 ungmennaflokkur |
14:25 | Kaffihlé |
14:40 | Tölt T2 meistaraflokkur |
16:30 | Hlé |
16:45 | Tölt T1 ungmennaflokkur 1-16 |
18:00 | Kvöldmatarhlé |
18:40 | Tölt T1 ungmennaflokkur 17-33 |
19:55 | Hlé |
20:05 | Tölt T1 meistaraflokkur |
22:15 | Dagskrárlok |
Laugardagur 27. júlí 2024 | |
10:00 | Gæðingaskeið PP1 ungmennaflokkur |
11:00 | Hlé |
11:15 | Gæðingaskeið PP1 meistaraflokkur |
12:25 | Hádegishlé |
13:15 | B-úrslit fjórgangur V1 ungmennaflokkur |
13:45 | B-úrslit fjórgangur V1 meistaraflokkur |
14:15 | B-úrslit fimmgangur F1 ungmennaflokkur |
14:45 | B-úrslit fimmgangur F1 meistaraflokkur |
15:15 | Kaffihlé |
15:45 | B-úrslit tölt T2 ungmennaflokkur |
16:15 | B-úrslit tölt T2 meistaraflokkur |
16:45 | B-úrslit tölt T1 ungmennaflokkur |
17:15 | B-úrslit tölt T1 meistaraflokkur |
17:45 | Kvöldmatarhlé |
18:45 | Skeið 250m, svo 150m – 3. og 4. sprettur |
21:05 | Dagskrárlok |
Sunnudagur 28. júlí 2024 | |
10:00 | Flugskeið 100m P2 ungmennaflokkur |
10:30 | Flugskeið 100m P2 meistaraflokkur |
11:30 | Hádegishlé |
12:30 | A-úrslit fjórgangur V1 ungmennaflokkur |
12:55 | A-úrslit fjórgangur V1 meistaraflokkur |
13:20 | A-úrslit fimmgangur F1 ungmennaflokkur |
13:55 | A-úrslit fimmgangur F1 meistaraflokkur |
14:30 | Kaffihlé |
14:50 | A-úrslit tölt T2 ungmennaflokkur |
15:15 | A-úrslit tölt T2 meistaraflokkur |
15:40 | A-úrslit tölt T1 ungmennaflokkur |
16:10 | A-úrslit tölt T1 meistaraflokkur |
16:40 | Dagskrárlok |