Á Uppskeruhátíð Fáks voru ræktendur verðlaunaðir fyrir árangur hrossaræktar þeirra á árinu 2023. Verðlaunuð voru hæst dæmdu hross hvers aldursflokks ræktuð af félagsmönnum í Fáki.
Ræktunarbikar Fáks hlaut efsti hesturinn ræktaður og í eigu félagsmanns Fáks. Ræktunarbikar Fáks 2023 hlutu Gunnar Arnarson og Kristbjörg Eyvindsdóttir fyrir Hljóm frá Auðsholtshjáleigu en hann hlaut í aðaleinkunn 8.65.
Óskum við ræktendum til hamingju með árangurinn.
4 vetra hryssur
Kvika frá Hafnshóli
Faðir: Kveikur frá Stangarlæk
Móðir: Skíma frá Kvistum
Fyrir sköpulag hlaut Kvika 8.22 og hæfileika 8.05 en hún er sýnd án skeiðs. Þar af hlaut hún 9 fyrir: Háls, greitt og hægt stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið.
Aðaleinkunn 8.11
Ræktendur: Árni Björn Pálsson og Sylvía Sigurbjörnsdóttir
Lind frá Efsta-Seli
Faðir: Rauðskeggur frá Kjarnholtum
Móðir: Lady frá Neðra-Seli
Fyrir sköpulag hlaut Lind 8.22 og fyrir hæfileika 8,05. Jafnvíg og efnileg fimmgangshryssa.
Aðaleinkunn 8.11
Ræktandi: Daníel Jónsson
6 vetra hryssur – Díva frá Kvíarhóli
Faðir: Skýr frá Skálakoti
Móðir: Birta frá Mið-fossum
Fyrir sköpulag hlaut Díva 8.61 og hæfileika 8.50. Hlaut hún meðal annars 10 fyrir prúðleika og 9 fyrir bak og lend, tölt og hægt tölt, brokk, hægt stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið.
Aðaleinkunn 8.54
Ræktandi: Ingólfur Jónsson
7 vetra hryssur og eldri – Nóta frá Flugumýri
Faðir: Blysfari frá Fremra-Hálsi
Móðir: Smella frá Flugumýri
Smella hlaut fyrir sköpulag 8.63 og hæfileika 8.62. Jafnvíg og öflug alhliða hryssa með 9 fyrir háls, bak og lend, samræmi, brokk og samstarfsvilja.
Aðaleinkunn 8.63
Ræktandi: Páll Bjarki Pálsson
5 vetra stóðhestar – Hljómur frá Auðsholtshjáleigu
Faðir: Organisti frá Horni
Móðir: Tíbrá frá Auðsholtshjáleigu
Fyrir sköpulag hlaut hljómur 8.63 og hæfileika 8.66. Hljómur er alhliða hestur með jafnar og góðar gangtegundir. Hann hlaut 9 fyrir bak og lend, samræmi, tölt, brokk, greitt stökk og samstarfsvilja.
Aðaleinkunn 8.65
Ræktandi: Gunnar Arnarson & Kristbjörg Eyvindsdóttir
6 vetra stóðhestar – Guttormur frá Dallandi
Faðir: Spuni frá Vesturkoti
Móðir: Gróska frá Dallandi
Fyrir sköpulag hlaut Guttormur 8.44 og hæfileika 8.70. Guttormur er alhliða hestur með jafnar og góðar gangtegundir. Hann hlaut meðal annars 9 fyrir hófa, tölt, brokk, skeið og samstarfsvilja.
Aðaleinkunn 8.61
Ræktandi: Gunnar Dungal & Þórdís Sigurðardóttir
7 vetra stóðhestar og eldri – Hylur frá Flagbjarnarholti
Faðir: Herkúles frá Ragnheiðarstöðum
Móðir: Rás frá Ragnheiðarstöðum
Hylur hefur hlotið hæstu sköpulagseinkun sem gefin hefur verið eða 9,09 og í hæfileika 8.45 en hann er sýndur án skeiðs. Hann hefur hlotið 9,5 fyrir samræmi, fótagerð, prúðleika, brokk, greitt stökk og samstarfsvilja og 9 fyrir háls, bak, hófa, tölt og fegurð í reið.
Aðaleinkunn 8.68
Ræktandi: Arnar Guðmundsson