Skemmtilegt og fjölbreytt barna/pollanámskeið hefst sunnudaginn 23. febrúar nk. Námskeiðið er 6 tímar og er kennt á sunnudögum, fyrri hópur kl. 16:00 og seinni hópur kl. 17:00. Getuskipt er í meira vana og minna vana.

Kennarar eru Anna Lauga og Thelma Ben. og leggja þær mikla áherslu á skemmtilegt námskeið fyrir börnin. Foreldrar eru hvattir til að horfa á en kennt er í TM-Reiðhöllinni sex sunnudaga í röð (og svo verður jafnvel framhaldsnámskeið en það verður nánar auglýst síðar).

Verð kr. 13.500

Skráning berist á netfangið fakur@fakur.is og þarf að koma fram nafn, símanúmer forráðamanns, kennitala og hversu vanur knapinn er (lítið, meðal, mikið).