Hestaíþróttaklúbburinn Fákar og fjör, í samstarfi við hestamannafélagið Fák, býður upp á tvennskonar sumarnámskeið fyrir krakka sem hafa aðgang að hesti og vilja stunda hestamennsku á ársgrundvelli.
Þetta gefur þeim krökkum á höfuðborgarsvæðinu sem stunda hestamennsku frábært tækifæri til þess að lengja tímabilið og njóta sumarsins með hestinum sínum og jafnöldrum í hestamennsku.
Hestaferðir og hestaleikir (vika 3 – 4 klst): Námskeiðið er samblanda af styttri hestaferðum á reiðleiðum í kringum Reykjavík ásamt almennu glensi s.s. hindrunarstökk, mjólkurtölt, fánakappreið, miðnæturreið og busl í Bugðu! Verð 25.500.-
Markmiðasetning og þjálfun (tvær vikur 3 klst): Námskeið fyrir unga knapa sem vilja setja sér markmið og vinna markvisst að því að ná þeim. Í upphafi er hestur og knapi tekinn út og sett eru raunhæf markmið fyrir parið. Skipt er upp í hópa eftir aldri og getu. Aldur 11 – 17 ára Verð 35.000.-
Við fögnum öllum þeim krökkum sem ekki hafa áður verið í hestaíþróttaklúbbnum og þeim sem koma úr öðrum hestamannafélögum. Hægt verður að leigja pláss í félagshesthúsi Fáks gegn vægu gjaldi.
Dagsetningar sem eru í boði:
Hestaferðir og hestaleikir (11 – 14 ára)
- júní – 23. Júní
Kl: 9 – 12
Markmiðasetning og þjálfun
- júní – 30 Júní
Kl: 13 – 16
Markmiðasetning og þjálfun
- júlí – 16 júlí
Kl: 17 – 20
Hestaferðir og hestaleikir (11 – 14 ára)
- júlí – 9. Júlí
Kl: 13 – 16
Hestaferðir og hestaleikir (13 – 17 ára)
- júlí – 16. Júlí
Kl: 13 – 16
Við tökum einnig á móti sérstökum óskum þar sem hægt verður að óska eftir sérstökum námskeiðum fyrir hópa.
Frekari fyrirspurnir má senda á fakarogfjor@gmail.com eða í síma 616 6286 og 865 4239