Á laugardaginn kemur þann 11. febrúar verður gríðarskemmtilegt grímutöltmót í TM-Reiðhöllinni. Mótið hefst kl 14:00 og er skráning í anddyri TM-Reiðhallarinnar frá kl. 13:00-13:30. Engin skráningagjöld 🙂
Flokkar eru eftirfarandi, og riðið í þessari röð og úrslit eftir forkeppni í hverjum flokki fyrir sig (nema í pollaflokk en þar er verðlaunað strax (allir fá verðlaun). Teymdir pollar, ríðandi pollar, börn, unglingar, opinn flokkur minna vanir og opinn flokkur meira vanir.
Fyrirkomulag: Þrír saman inn á í einu og ríðið er hægt tölt og fegurðartölt (pollar ríða bara frjálst tölt).
Einnig verða veitt verðlaun fyrir búninga í eftirtöldum flokkum börn/unglingar (5 verðlaun) og opnir flokkar (5 verðlaun).
Allir að mæta og hafa gaman saman í léttri og skemmtilegri keppni og eftir keppnina verður boðið upp á grillaðar pylsur í boði Fáksí TM-Reiðhöllinni.