Vetrarleikar Fáks verða haldnir laugardaginn 19. mars klukkan 11:00. Vegna aðstæðna eru allir flokkar inni í reiðhöll.
Skráning fer fram á þessari slóð að neðan: Skráningu er lokið.
Skráningu lýkur 12:00 á hádegi á föstudaginn 18. mars og verða ráslistar birtir seinnipartinn.
Skráningargjald er 2000 kr fyrir unglinga, 2500 fyrir ungmenni og fullorðna, frítt fyrir polla og börn.
Keppnisfyrirkomulagið er þannig að riðið er hægt tölt upp á vinsti hönd, snúið við og sýnd frjáls ferð. Úrslit á eftir hverjum flokki og verðlaunaafhending.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
- Pollaflokkur (teymdir)
- Pollaflokkur (ríðandi)
- Barnaflokkur minna vanir
- Barnaflokkur meira vanir
- Unglingaflokkur minna vanir
- Unglingaflokkur meira vanir
- Ungmennaflokkur
- Konur II
- Karlar II
- Konur 1
- Karlar 1
Fákur áskilur sér rétt til að sameina flokka ef ekki er næg þátttaka í hverjum þeirra.