Allir skuldlausir félagsmenn í Fáki geta fengið aðgang að Worldfeng frítt (en árgjaldið er annars 18.160). Worldfengur er ótrúlegt safn upplýsinga um hross og þar er m.a. hægt að gerast áskrifandi að videóum kynbótahrossa á síðustu landsmótum. Einnig fær viðkomandi aðgang að sinni “Heimarétt” en þar eru öll hross sem skráð eru á viðkomandi og er hægt að gera ýmislegt þar, s.s. skrá folöld, skýra hross, selja, gelda, setja inn myndir osfrv.
Allt sem þarf að gera er að vera skuldlaus við Fák og senda okkur póst á fakur@fakur.is og við staðfestum við Worldfeng og þá fær viðkomandi tölvupóst þar sem hægt er að útbúa aðgangs- og lykilorð.