Fákur auglýsir eftir áhugasömum félagsmönnum til að vinna að félagsstarfinu í vetur. Mörg skemmtileg verkefni eru framundan hjá félaginu og vinna margar hendur létt verk.

Margvísleg starfsemi er innan félagsins og mikið af góðu fólki nú þegar að vinna fyrir félagið. Ættu því allir áhugasamir að geta fundið eitthvað sem höfðar til sín. Eins og flestir vita verður Landsmót 2018 á Fákssvæðinu og eru jafnframt mörg verkefni er tengjast því sem liggja fyrir og eru menn í óða önn að undirbúa svæðið fyrir það.

Áhugasamir eru hvattir til að setja sig í samband við framkvæmdastjóra félagsins, Þóri Örn, á tölvupóstfangið thorir@fakur.is eða líta við á nefndakvöldi er haldið verður í Guðmundarstofu fimmtudagskvöldið 12. október klukkan 18:00.