Uppskeruhátíð Fáks fór fram á miðvikudagskvöldið í félagsheimili Fáks. Þar voru verðlaunaðir stigahæstu knapar í öllum flokkum. Fáksfélagar voru sem fyrr í fremstu röð á mótaárinu 2021 og eigum við meðal annars nokkra Íslandsmeistara í okkar hópi.

Hér að neðan má sjá sigurvegara sinna flokka og helsta árangur þeirra á árinu.

Íþróttakarl Fáks – Árni Björn Pálsson

 • Íslandsmeistari í tölti T1, 4. sæti í fimmgangi F1, 4. sæti í gæðingaskeiði PP1, 6. sæti í flugskeiði 100m og 8. sæti í 150m skeiði.
 • Reykjavíkurmeistari í tölti T1 og fimmgangi F1, 4. sæti í 150m skeiði, 7. sæti í 250m skeiði og 6. sæti í 100m skeiði.
 • Meistaradeild Líflands – 1. sæti tölti T1, 2. sæti í slaktaumatölti T2, fimmgangi F1 og 150m skeiði, 3. sæti í flugskeiði,
 • Gæðingamót Fáks og Spretts – 1. sæti í A-flokki og 2. sæti í B-flokki

Íþróttakona Fáks – Hulda Gústafsdóttir

 • Íslandsmót – 7. sæti í fjórgangi V1, 9. sæti í gæðingaskeiði PP1.
 • Reykjavíkurmeistaramót – 5. sæti í tölti T3, 8. sæti í fjórgangi V1, 6. sæti í fjórgangi V2.
 • Hafnarfjarðarmeistaramót – 1. sæti í fjórgangi V1
 • WR íþróttamót Geysis – 1. sæti í fjórgangi V1

Áhugamannaflokkur – Gunnhildur Sveinbjarnardóttir og Jóhann Ólafsson

 • Gunnhildur Sveinbjarnardóttir
  • Reykjavíkurmeistari í tölti T4, 4. sæti í fjórgangi V2
  • Opið íþróttamót Harðar – 1. sæti í tölti T4 og fjórgangi V2
  • Opið íþróttamót Dreyra – 1. sæti í tölti T3 og fjórgangi V2
 • Jóhann Ólafsson
  • Reykjavíkurmeistaramót – 5. sæti í tölti T4
  • Equsana deildin – 1. sæti í tölti T4
  • WR Suðurlandsmót – 1. sæti í tölti T4

Ungmennaflokkur – Ylfa Guðrún Svafarsdóttir og Arnar Máni Sigurjónsson

 • Ylfa Guðrún Svafarsdóttir
  • Íslandsmót – 7 sæti í tölti T2, 5. sæti í fjórgangi V1, 9. sæti í fimmgangi F1 og gæðingaskeiði.
  • Reykjavíkurmeistari í tölti T1, í A-úrslitum í tölti T2 og fimmgangi F1.
  • Opið íþróttamót Spretts – 1. sæti í fimmgangi F1 og í a-úrslitum í fjórgangi V1, tölti T2 og tölti T1.
 • Arnar Máni Sigurjónsson
  • Íslandsmót – 3. sæti í tölti T1, gæðingaskeiði PP1 og flugskeiði 100M P2. 7. sæti í fjórgangi V1.
  • Reykjavíkurmeistari í tölti T2 og gæðingaskeiði PP1.
  • Suðurlandsmót yngri flokka – 1. sæti í fjórgangi V1 og flugskeiði 100m, 2. sæti í gæðingaskeiði og 3. sæti í fimmgangi F1.

Unglingaflokkur – Sigurbjörg Helgadóttir og Matthías Sigurðsson

 • Sigurbjörg Helgadóttir
  • Íslandsmót 5. sæti í fjórgangi V1 / 8. sæti á Íslandsmóti í tölti T1.
  • 1. sæti í unglingaflokki á opnu gæðingamóti Fáks og Spretts.
  • Reykjavíkurmeistari í fjórgangi V2.
  • WR mót Sleipnis – 1. sæti í tölti T3 og 2. sæti í fjórgangi V2.
 • Matthías Sigurðsson
  • Íslandsmót – 3. sæti í T1, 10. sæti í tölti T4, 7. sæti í fjórgangi V1, 7. sæti í fimmgangi F2 og 4. sæti í gæðingaskeiði PP1.
  • Reykjavíkurmeistari í tölti T3, fjórgangi V2 og fimmgangi F2.
  • WR mót Sleipnis – 2. sæti í fimmgangi F2, 2. sæti í tölti T4 og 4. sæti í fjórgangi V2.

Barnaflokkur – Lilja Rún Sigurjónsdóttir og Ragnar Snær Viðarsson

 • Lilja Rún Sigurjónsdóttir
  • Íslandsmeistari í tölti T4 og í 6. sæti í fjórgangi á sama móti.
  • Reykjavíkurmeistari í tölti T4.
  • Í A-úrslitum á Reykjavíkurmeistaramóti í fjórgangi V2 og tölti T3.
 • Ragnar Snær Viðarsson
  • Íslandsmeistari í tölti T3 / 2. sæti í tölti T4 / 8. sæti í fjórgangi V2.
  • Reykjavíkurmeistari í tölti T3 og fjórgangi V2.
  • 1. sæti í barnaflokki á Opnu gæðingamóti Fáks og Spretts.
  • 1. sæti í T3 og V2 á WR móti Sleipnis.