Nýji vegspottinn upp í Víðidal verður lagaður í dag, miðvikudag, en hann er heldur holóttur. Ekki fékkst leyfi til að setja bundið slitlag á hann í haust þar sem hann er ekki kominn á deiluskipulagið ennþá en það verður vonandi gert í sumar. Það er mjög erfitt að halda þessum vegi góðum á meðan ekki er komið bundið slitlag á hann og viljum við biðja ökumenn um að sýna tillitssemi og biðlund þangað til vegurinn verður varanlegur.

Það er einnig ljóst að ökumenn keyra allt of hratt á þessum slóðum og viljum við biðja alla um að hægja á sér áður en slys verða.