Að gefnu tilefni vill Fákur árétta að samstarf Fáks og Reykjavíkurborgar hafi verið til fyrirmyndar undanfarin ár og ekkert sem mælir því í mót að svo verði ekki áfram. Reykjavíkurborg hefur engu að síður samþykkt að gefa borgarráði heimild til að hagræða í fasteignasafni ef þurfa þykir.

Samkvæmt bréfi dagsett 7. des frá framkvæmdastjóra skrifstofu eigna- og atvinnuþróunarsviðs kemur fram að allar sölur á tilteknum eignum Reykjavíkurborgar þurfa að fá efnislega meðferð og samþykkt í borgarráði. Einnig er skýrt tekið fram að Reykjavíkurborg er ekki að hætta stuðningi sínum við Hestamannafélagið Fák, né heldur við önnur íþróttafélög í Reykjavík. Það kemur einnig fram að skrifstofa eigna- og atvinnuþróunnar mun ekki aðhafst á neinn hátt í þessu máli án samráðs við Hestamannafélagið Fák.

Með vinsemd og virðingu,

f.h. stjórnar Fáks

Hjörtur Bergstað