Það verður fjör á Uppskeruhátíð Fáks sem verður nk. föstudagskvöld. Ari Eldjárn lætur gamminn geysa og Voice stjarnan Elísabet Ormslev kemur og syngur fyrir okkur.

Verðlaunaafhendingar, góður matur og félagsskapur. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst á slaginu 20:00

Allt nefndarfólk í Fáki og sjálfboðaliðar sem hafa unnið vel fyrir félagið á árinu velkomnir.

Ekki er sent út boðskort heldur þurfa þeir sem ætla að mæta að láta vita á fakur@fakur.is

Nefndarformenn eru beðnir að athuga með sitt fólk í nefndum og bjóða þeim sem unnu vel fyrir nefndirnar og Fák á árinu og senda okkur fjöldatölur.