Hestamannafélagið Fákur verður 100 ára 24. apríl 2022. Fyrir um fimm árum samdi þáverandi stjórn Fáks við Helga Sigurðsson dýralækni og sagnfræðing um ritun bókar um sögu félagsins og er stefnt að því að bókin verði gefin út í haust.

Í bókinni Fákur – þarfasti þjónninn í Reykjavík er fjallað um hesta og notkun þeirra í Reykjavík frá miðri 19. öldinni. Hestar voru óaðskiljanlegur hluti hins daglega lífs fólks og segja má að á þeim hafi fólks- og vöruflutningar hér á landi byggst um langt skeið.

Þá er megin viðfangsefni bókarinnar saga hestamannafélagsins Fáks frá upphafi og til dagsins í dag. Bókin er næstum 600 síður og í henni er að finna um 1.000 ljósmyndir.

Sem hluta af fjáröflun við gerð bókarinnar ætlar Fákur að bjóða einstaklingum og fyrirtækjum að kaupa afmæliskveðju í bókina. Nöfn þeirra sem kaupa afmæliskveðju munu birtast í lista fremst í bókinni ásamt því að fá eitt eintak af bókinni þegar hún kemur út í haust.

Styrktarupphæðir:

  • Einstaklingar – 25.000 (lágmark)
  • Fyrirtæki – 50.000 (lágmark)

Hægt er að skrá sig fyrir styrk í tengli hér að neðan.
Skráning fyrir styrk hér

Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu til að skrá sig fyrir styrk.