Hið árlega Almannadalsmót Fáks fór fram um síðustu helgi og var þátttaka góð. Að loknu móti var að venju grillaðar pylsur fyrir þátttakendur og gesti sem sóttu mótið.
Í vetur var keyrt nýju efni í keppnisvöllinn og er ekki annað að sjá en að aðstæður til keppni og æfinga í Almannadal séu eins og best verður á kosið.
Hinn vinsæli pollaflokkur var á sínum stað og fengu allir pollar bikara að gjöf. Gefandi pollabikaranna var Cafe Catalina og þökkum við þeim kærlega fyrir.
Úrslit
Pollaflokkur:
Barnaflokkur:
- Emma Lind Davíðsdóttir – Eyvindur
- Nadía Líf Guðlaugsdóttir – Sól frá Kringlu
- Hefna Kristín Ómarsdóttir – Yrsa frá Álfhólum
- Gabríel Friðfinnsson – Garún frá Vorsabæ
- Karla Sólborg – Kappi frá Skarði
- Hekla Sigurgeirsdóttir – Grímur frá Víðidal
- Ásdís Mist Magnúsdóttir – Neró frá Hafnarfirði
Unglingaflokkur:
- Júlía Ósland Guðmundsdóttir – Fákur frá Ketilsstöðum
- Anika Hrund Ómarsdóttir – Tindur frá Álfhólum
- Svala Rún Stefánsdóttir – Sólmyrkvi frá Hamarsey
- Elizabet Krasimirova Kostova – Fleygur frá Álfhólum
- Hildur Dís Árnadóttir – Smásjá frá Hafsteinsstöðum
18 ára og eldri – minna vanir:
- Sigurður Elmar Birgisson – Frigg frá Hólum
- Kolbrún K. Birgisdóttir – Knútur frá Selfossi
- Birna Ólafsdóttir – Framsókn frá Austurhlíð
- Guðbjörg Eggertsdóttir – Orka frá Varmalandi
- Lilja María Pálmarsdóttir – Snillingur frá Vallanesi
18 ára og eldri – meira vanir:
- Anna Valdimarsdóttir – Þokki frá Egilsá
- Styrmir Snorrason – Dímon frá Laugarbakka
- Gísli Haraldsson – Hamar frá Húsavík
- Verena Stephanie Wellenhofer – Fannar frá Blönduósi
- Árni Geir Eyþórsson – Svikari frá Litla-Laxholti
Flugskeið:
- Sævar Leifsson – Glæsir frá Fornusöndum
- Styrmir Snorrason – Glitnir frá Skipaskaga
- Guðmundur Jónsson – Ýr frá Reykjum
- Þórdís Ólafsdóttir – Aska frá Stóra Rimakoti