Uppskeruhátíð yngri flokka verður haldin með pompi og prakt þriðjudaginn 5.nóvember í veislusal Samskipahallarinnar. Í ár verður hátíðin haldin sameiginlega fyrir barna- og unglingaflokka hestamannafélaganna Spretts og Fáks.

Hátíðin hefst kl.18:00 og er áætlað að henni ljúki kl.21:00.

Boðið verður upp á veglegar veitingar í veislusalnum sem verður skreyttur af barna- og unglingaráði og settur í uppskeruhátíðarbúning. Öllum börnum og unglingum hestamannafélaganna Spretts og Fáks er boðið til hátíðarinnar og eru þau hvött til að mæta í sparifötum.

Nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku á uppskeruhátíðinni. Vinsamlegast skráið ykkur hér á þessu formi í síðasta lagi sunnudaginn 3.nóvember https://forms.gle/eQ6KtABY2iamncBPA

Foreldrar og vinir eru einnig velkomin með, meðan húsrúm leyfir, en greiða sjálf fyrir matinn. Nauðsynlegt er að skrá sig, á eyðublaðið hér fyrir ofan, í síðasta lagi sunnudaginn 3.nóvember.

Á uppskeruhátíðinni verða veittar viðurkenningar fyrir stigahæstu knapa í barna og unglingaflokkum ásamt þátttakendum á stórmótum. Allir gestir fá happdrættismiða, við gefum keppnisskapinu lausan tauminn í “kahoot” spurningakeppni milli borða og sýndar verða myndir og myndbönd frá starfinu og liðnu keppnistímabili.

Hlökkum til að sjá ykkur þriðjudaginn 5.nóvember!