Á laugardaginn kemur er sð venju öllum nefndarmönnum og þeim sem hafa lagt félaginu lið á árinu boðið á Uppskeruhátíð Fáks. Allir sem fengu boðskort í nóvember eru boðnir aftur og verðið þið að láta okkur vita hvort þið ætlið að mæta á fakur@fakur.is eða í síma 696-8445/898-8445. En svo gleymast alltaf einhverjir sem eiga sannarlega að vera með okkur á Uppskeruhátíðinni og eru þeir beðnir að hafa samband við okkur. Uppskeruhátíðin verður með hefðbundnu sniði, fordrykkur, góður matur, skemmtiatriði, verðlaunaafhendingar og dans og gleði. Örn Árnason leikari og skemmtikraftur ætlar að troða upp halda uppi stuðinu í veislunni.

Allir verða að láta okkur vita með mætingu vegna takmarkaðs pláss.