Það er ekki amalegt að sjá hversu vel “Fákskrakkanir” standa sig eins og mátti m.a. sjá á útskrift Háskólans á Hólum er þaðan útskrifuðust fimm Fáksfélagar þarsíðasta sunnudag. Þetta voru þau Edda Rún Guðmundsdóttir, Agnes Hekla Árnadóttir, Sara Rut Heimisdóttir, Hlynur Guðmundsson og Valdimar Bergstað. Hlynur fékk verðlaun fyrir að úrskrifast með hæstu einkunn á lokaprófinu og óskum við honum til hamingju með það, en öll eru þau útskrifuð sem reiðkennarar og með B.sc gráðu í reiðmennsku og reiðkennslu.

Hjartanlegar hamingjuóskir til ykkar og vonandi fáum við að njóta visku og starfskrafta ykkar í framtíðinni.