Það var fjör hjá krökkunum sem tóku þátt í þrautarbrautarmótinu sem haldin var síðastliðin laugardag. 11 knapar mættu með fáka sína og leystu skemmtilegar þrautir í Lýsishöllinni. Mikil stemmning og mikil keppni var á milli knapa og keppnisskapið leyndi sér ekki hjá þeim flestum, það glitti meira að segja í það hjá foreldrunum sjálfum. Allir knaparnir fóru heim með páskaegg sáttir og sælir.
Næsti viðburður hjá æskulýðsnefnd er hið vinsæla BINGO sem haldið verður sumardaginn fyrsta 24. april. Vonumst við til að sjá sem flesta spræka fáksara þá, bæði unga sem aldna. Veglegir vinningar munu verða í boði og því til mikils að mæta og vinna.