Næstkomandi Föstudag, þann 22. febrúar verður 3. mót af 4. í mótaröð fáks. Kerckhaert, Útfararstofa Svafars og Hermanns og Kökuhornið styrkja þessa mótaröð. Keppt er í tveimur aldursflokkur og svo tveimur styrkleikaflokkum innan hvers flokks. Ákveðið hefur verið að meira vönu flokkarnir (í báðum aldursflokkum) ríði venjulegt töltprógram á vinstri hönd: hægt tölt, hraðabreytingar og yfirferð, en þó án þess að snúið sé við. Minna vanir ríða hægt tölt og fegurðartölt á vinstri hönd (ekki snúið við). 16 ára og yngri, tveir flokkar, minna keppnisvanir og keppnisvanir. 17 ára og eldri (þeir sem verða 17 á árinu), tveir flokkar, minna keppnisvanir og meira keppnisvanir. Skráning á fimmtudaginn 21. feb kl. 18:00 – 19:00 í Reiðhöllinni. Skráningargjald kr. 1.500 fyrir 17 ára og eldri og 500 kr. fyrir 16 ára og yngri.

Mótið hefst kl. 19:30 föstudaginn 22. febrúar.

Allir að mæta, taka þátt eða hvetja knapa áfram, veitingasala á staðnum. Við þökkum Kökuhorninu fyrir stuðninginn og allir að knúsa Guðna!