Það er mikið álag á TM-Reiðhöllinni þessa dagana, bæði er mikið í gangi og svo hentar veðrið og færið ekki beint til mikillar útiþjálfunar.

TM-Reiðhöllin er opin öll til kl. 17.45 í dag (fimmtudag). Lokuð frá kl. 18-20:15 vegna generalprufu fyrir Æskan og hesturinn. Eftir það er hún opin EN þá er verið að þrífa höllina og einhvert ónæði er af því en þeir sem treysta sér til að vera inni mega vera það til 22:30

Föstudag er hún opin til 15:00. Lokuð frá kl., 15-19 og einnig frá kl. 20:00- 20:30 en opin eftir það til 22:00

Á laugardaginn er hún opin frá kl. 13:-17:00 en lokuð á sunnudeginum vegna sýningarinnr Æskan og hesturinn.