Hið nýja fyrirkomulag varðandi söfnun á landbúnaðarplasti hefur til þessa gengið ágætlega.

Undanfarið hefur þó borið á því að einhverjir aðilar eru ekki að kynna sér hvað má fara í gáminn.

Einungis landbúnaðarplast má fara í gáminn.

Ekki:

  • Plast af spæni
  • Ruslapokaplast
  • Baggabönd
  • Allt annað sorp

Ef ekki verður farið eftir þessum flokkunarleiðbeiningum verður gámunum skilað og fyrra fyrirkomulag tekið upp þar sem gámarnir koma einu sinni í mánuði og eru opnir í 4 tíma með starfsmann sem sér til þess að plastið sé hreint.