Hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu bjóða upp á sýnikennslu í Trec föstudaginn 8.jan kl 18:00 í Samskipahöllinni.
Þá ætlar Súsanna Sand og henni til aðstoðar Súsanna Katarína að verða með sýnikennslu.
Trec er frábær leið til að auka áræðni, kjark, þolinmæði og lipurð í bæði hesti og knapa.
Þú kynnist og upplifir hestinn á annan og spennandi hátt.
Ætla þær mæðgur að koma með bæði vana hesta og sýna hvernig maður ber sig að með óvanan hest.
Trec er eykur fjölbreytni í þjálfun og er einnig skemmtileg keppnisgrein. Þrautirnar eru margar og fjölbreyttar, dæmd er reiðmennska, samspil, þjálni og flæði milli Þrauta, ekki tímataka.
Skemmtileg tilbreyting fyrir alla hesta og knapa.

Aðgangur ókeypis