Allir þeir sem hafa hug á því að fara á barnanámskeið í vetur hjá Önnu Laugu eru boðaðið á stuttan og skemmtilegan hitting nk. miðvikudag kl. 17:30  í félagsheimili Fáks. Foreldrar eru boðaðir líka en fara svo af fundi eftir skráningu og koma svo og sækja börnin kl. 18.45

Við ætlum að skrá á námskeiðin í vetur, hrista saman hópinn og skipuleggja með krökkunum um hvað þau vilja gera á námskeiðinu í vetur. Farið í leiki og borðaðar pylsur svo allir farir glaðir og saddir heim.

Hlökkum til að sjá þig,

kveðja,

Anna Lauga