Skoðunarmenn Fáks eru að fá ársreikningin í hendurna svo þeir verða fljótlega tilbúnir og þá verður Aðalfundur Fáks auglýstur með viku fyrirvara eins og lög gera ráð fyrir. Einnig er það í lögum félagsins að þeir sem ætla að bjóða sig fram til stjórnar þurfa að gera það viku áður en aðalfundur er. Þeir sem hafa hug á því að bjóða sig fram er bent á að hafa samband í tölvupósti á fakur@fakur.is. Eitt framboð hefur borist í stjórn Fáks og er það frá Hrönn Ægisdóttur formanni kvennadeildar Fáks.