Smelluþjalfunarnámskeið verður í Víðidalnum 6.-15. maí, ef næg þátttaka næst. Kennari verður Ragnheiður Þorvaldsdóttir en hún sló í gegn á Æskan og hesturinn og Stórssýningu Fáks með flottum atriðum með hryssunni sinni Ósk frá Hvítárholti. Smelluþjálfun byggist á því að kenna hestinum ýmsa “kúnstir” með ákveðnum hljóðmerkjum.

Fyrsti tími er bóklegur en hinir verklegir.
6 maí kl. 18.00 bóklegur tími
7 maí verklegir tímar fyrsti tími kl 18.00
13 maí verklegur tími fyrsti tími kl 18.00
14 maí verklegur tími fyrsti tími kl. 18.00
15 maí verklegur tími fyrsti tími kl 18.00 Skráning á sportfengur og þurfa þátttakendur að skrá sig í ákveðinn tíma. Verð kr. 12.000

http://temp-motafengur.skyrr.is/.

(velja námskeið osfrv.)