Reykjavíkurmeistaramót Fáks verður haldið 5. – 10. maí nk. á félagssvæði Fáks. Skráning hefst sunnudaginn 26. apríl á sportfengur.com og stendur til miðnættis fimmtudaginn 30. apríl. Búist er við að dagskrá verði hefðbundin þ.e.a.s. fjórgangur þriðjudegi og miðvikudegi, fimmgangur á fimmtudegi, tölt á föstudegi og úrslit um helgina sem og skeiðgreinar. Nánari dagskrá verður auglýst þegar skráning liggur fyrir og ráslisar birtir.

Keppt verður í öllum helstu flokkum en ef næg skráning verður ekki í einhverjum flokki verður hann sameinaður öðrum. Knapar eru vinsamlega beðnir að skoða nýsamþykktar reglur um skráningu í styrkleikaflokka (geta bara keppt í einum flokki á sama mótinu) og einnig að relgur FEIF gilda á mótinu um búnað knapa og hesta (sjá nánar á http://www.lhhestar.is/is/moya/news/samantekt-a-breytingum-a-keppnisreglum-sem-taka-gildi-2015 )

Skráningargjöld eru:
Meistaraflokkur  – 6.000 kr. (nema gæðingaskeið 5.500 kr.)
1.flokkur, 2.flokkur og Ungmennaflokkur – 5.500 kr.
Unglingaflokkur og Barnaflokkur –  4.000 kr.
Kappreiðaskeið – 4.000 kr.

Keppendur eru hvattir til að skrá sig sem fyrst og m.a. bent á að Fáksfélagar verða að vera búnir að greiða árgjaldið í ár til að geta skráð sig.
Skráning á eftirfarandi slóð: http://skraning.sportfengur.com/ þar er valið mót og síðan Fákur osfrv.