Minnum á að síðasti skráningardagur er í dag á Líflandsmótið sem verður um helgina. Forkeppnin verður á laugardeginum og úrslit riðið á sunnudeginum. Við hvetjum börn, unglinga og ungmenni til að skrá á þetta flotta mót.

Einnig verður samhliða keyrður fimmgangurinn í Meistarakeppni æskunnar og Íshesta og gildir árangurinn til stigasöfnunar í fimmgangi unglinga og ungmenna í viðkomandi flokkum (ekki veitt sérstök verðlaun).

Skráning er á sportfengur.com en þar þarf að velja mót, félag osfrv. Skráningargjald er kr. 1.500 á hverja grein.