Hrefna Sigurjónsdóttir dýraatferlisfræðingur heldur fyrirlestur um atferli hrossa í Guðmundarstofu (félagsheimili Fáks) þriðjudaginn 21. apríl og hefst fyrirlesturinn kl. 19:30.

„Sagt verður frá rannsóknum á félagshegðun íslenska hestsins hér á landi sem höfundur hefur unnið að frá 1996 með íslenskum og erlendum vísindamönnum og stúdentum. Um er að ræða athuganir á litlum sem stórum hópum úti við sem eru mismunandi að samsetningu hvað varðar hlutfall kynjanna og aldursflokka. Fjallað verður um helstu niðurstöður, t.d. við hvaða aðstæður árásargirni er mikil og lítil og hver áhrif að viðvera stóðhesta eru . Þessar niðurstöður ættu að geta verið leiðbeinandi um ýmislegt hvað varðar húshald. Húslestir og athuganir á þeim verða einnig til umræðu.” Hrefna Sigurjónsdóttir er dýraatferlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands. Hún byrjaði í hestamennsku 1995 og hefur ferðast mikið um landið á hestum.

Frítt inn og allir velkomnir.