Hið geysiöfluga World ranking Reykjavíkurmeistaramót Fáks hefst miðvikudaginn 1. maí og lýkur á sunnudeginum 5. maí. Boðið er upp á mikinn fjölda keppnisgreina og ættu allir að geta fundið sér flokk við hæfi. Nýir flokkar eru á mótinu s.s. T7 (skráð sem tölt annað) og V5 (fjórgangur annað) en þeir eru fyrir keppendur sem eru að byrja að keppa. Skráningagjöldin eru 3000 fyrir börn, ungilinga og í skeiðkappreiðum. Í alla aðra flokka eru skráningagjöldin 5000 þar með talið gæðingaskeið. Drög að dagskrá (sem gæti breyst eitthvað en sennilega verða keppnisgreinarnar á sömu dögum).

Miðvikudagur 1. maí Fjórgangur
Fimmtudagur 2. maí fimmgangur
Föstudagur 3. maí tölt
Laugardagsmorgun gæðingaskeið og slaktaumatölt.

Skráning hefst aðfararnótt miðvikudagins 24. apríl og lýkur á miðnætti föstudagsins 26. maí. Skrá verður í hinu nýja skráningarkerfi í Sportfeng (sjá leiðbeiningar) undir nánar).
Til að skrá þarf að fara inn á http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add

Þar undir velur maður
-Velur hestamannafélagið Fák
-Fyllir út umbeðnar upplýsingar (ATH. að fylla út öll stjörnumerkt svæði) -Þar neðst, í “velja atburð” velurðu Reykjavíkurmót Fáks -Svo hakarðu við þinn keppnisflokk og velur upp á hvora hönd þú vilt byrja.
-Smellir svo á “setja í körfu”
-Ef þú ætlar að skrá fleiri hesta heldurðu áfram að skrá á sama hátt í næsta glugga -Þegar þú hefur skráð þig og þinn hest eða hesta og ætlar ekki að skrá fleiri, þá smellirðu á “Vörukarfa” uppi í horninu hægra megin -Ferð yfir skráningu þína og smellir á “Áfram” ef allt er rétt -Næst er að fylla inn upplýsingar um greiðanda -Ferð yfir pöntun þína og skilmála, muna að haka við “samþykki skilmála”

ATH. EINGÖNGU ER TEKIÐ VIÐ GREIÐSLU MEÐ KORTUM – notið þann lið.

-Þá kemurðu næst inn á greiðslusvæði kreditkorta og fyllir inn upplýsingar þar og smellir á “Greiða núna.”
-Kvittun mun berast á skráð netfang – passið að fara vel yfir netföng svo þau séu rétt!
-Skráning er ekki staðfest nema greiðsla hafi borist.