Reykjavík Riders Cup verður með breyttu sniði í ár en það verður haldið dagana 20.-22. júní á félagssvæði Fáks í boði hrossaræktarbúsins Heimahaga. Mótið verður fyrir alla aldurshópa og verður það keyrt frá klukkan fjögur og fram á kvöldin, forkeppni á þriðjudag og miðvikudag og úrslit á fimmtudag. Keppnisgreinar í yngri flokkum eru eins og keppnisgreinarnar á Íslandsmótinu.

Mótið er opið en hámarksfjöldi verður á skráningum inn á mótið (heildarfjöldi á mótið) og þegar og ef honum verður náð, verður lokað fyrir skráningar. Keppendur eru því beðnir að skrá snemma og fara vel yfir allar skráningar áður en skráð er.

Boðið verður upp á eftirfarandi greinar, en mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina flokka eða fella niður greinar náist ekki lágmarsfjöldi. Athugið að ekki er boðið upp á úrslit í öllum flokkum.

Meistaraflokkur: F1, V1 og T1 – ekki eru riðin úrslit í meistaraflokki.
Opinn flokkur: F2 (ekki úrslit), T4 (ekki úrslit), V2 (úrslit) og T3 (úrslit).
Ungmennaflokkur: F1, V1, T1 (öll með úrslitum) og T4 (ekki riðin úrslit).
Unglingaflokkur: F1, V1, T3 (öll með úrslitum) og T4 (ekki riðin úrslit).
Barnaflokkur: T3 og V1 (úrslit í báðum greinum).

Skráningargjald kr. 3.500 í alla greinar.
Skráning fer fram á http://skraning.sportfengur.com/ og hefst skráning kl. 12:00 miðvikudaginn 14. júní og lýkur kl. 12:00 þann 16. júní (föstudagur) eða áður ef hámarksfjölda keppenda er náð. Borga verður strax fyrir skráningarnar, annars eru þær ekki gildar. Ekki verður tekið við skráningum eftir að skráningarfresti lýkur. Athugasemndir óskast sendar á fakur@fakur.is

 
Mótanefnd Reykjavík Riders Cup