Guðmundur Arnarson reiðkennari og Ester Júlía Olgeirsdóttir Zumbakennari bjóða upp á sameiginlegt reiðnámskeið þar sem fléttað verður saman reiðkennslu og jafnvægis- og styrktaræfingum með frjálslegur ívafi . Námskeiðið verður fjórir verklegir tímar  9. og 10. febr. og 16. og  17. febrúar.  Á reiðnámskeiðinu verður lögð áhersla á samspil knapa og hests. Verklega námskeiðið er byggt þannig upp að það verða tveir saman í einu í 40 mín. reiðtíma. Bóklegir/verklegir tímar verða  tveir til þrír og byggja þeir á fyrirlestrum Guðmundar og verklegum æfingum sem Ester Júlía kennir (styrktar- og liðkunaræfingar fyrir knapa). Áhugasamir vinsamlega skrái sig á fakur@fakur.is en endarlegt verð og staðfesting skráningar verður gefið út þegar nokkurn vegin vitað er með þátttöku, ódýrara er eftir því sem það eru fleiri en samt sem áður er takmarkaður fjöldi.