Nú er ljóst að mikill áhugi er fyrir þessu reiðnámskeiði hjá Guðmundi reiðkennara og Ester Júlíu Zumbakennara. Þau bjóða upp á í samstarfi við Fák reiðnámskeið fyrir konur þar sem fléttað verður saman reiðkennslu og jafnvægis- og styrktaræfingum með frjálslegur ívafi . Námskeiðið verður fjórir verklegir tímar, laugardaginn 16. febr. frá kl. 9:00 – 14:00. Sama prógramm á sunnudeginum og helgina á eftir. Tveir eru saman í 40 mín. verklegum tíma (16. -17. febr. og 23. og  24. febr.).  Á reiðnámskeiðinu verður lögð áhersla á samspil knapa og hests. Verklega námskeiðið er byggt þannig upp að það verða tveir saman í einu í 40 mín. reiðtíma. og verða fjórir svoleiðis tímar. Síðan verða 2 bóklegir tímar þar sem farið er í reiðmennsku og styrktar- og jafnvægisæfingar, bæði með Guðmundi og Ester Júlíu. Þeir tímar verða sennilega eitthvert kvöldið í vikunni á milli reiðtímana.

Verð: 26.000

Skráning á fakur@fakur.is (nafn, kennitala, sími, ath. þeir sem voru búnar að skrá sig þurfa að skrá sig aftur)