Verktaki sem hefur verið í sumar og haust við mót Breiðholtsbrautar og Suðurlandsvegar er að fara að ganga frá svæðinu. Verður reiðvegurinn að undirgöngunum færður á upprunalegt horf og tímabundinn reiðvegur fjarlægður.

Vegna þessara framkvæmda er reiðleiðin frá Víðidal að Rauðavatni lokuð dagana 23.-30. nóvember næstkomandi.