Að venju fær yngsta kynslóðin að spreyta sig á sýningunni Æskan og hesturinn á sunnudaginn. Skreyttir pollar hafa komið fram, bæði teymdir og svo ríðandi sjálfir. Atriðið hefur verið mjög skemmtilegt, margir ungir og upprennandi hestamenn saman í skemmtilegum búningum.

Skrá þarf á fakur@fakur.is nafn knapa (í hvorum hópnum), nafn á hestinum og búningur.

Öllum velkomið að taka þátt.