Hið geysiskemmtilega Pollanámskskeið Fáks hefst um miðjan febrúar og kennari verður að sjálfssögðu reynsluboltinn Anna Lauga sem hefur kennt undanfarin ár og svo verður með henni annar reiðkennari til halds og trausts. Námskeiðið er byggt upp sem skemmtilegt og uppbyggjandi fyrir hina ungu knapa enda eru þeir  skælbrosandi og fullir sjálfsstrausts eftir námskeiðið.

Námskeiðið hefst með bóklegum tíma um miðjan febrúar og svo verður fyrsti reiðtíminn sennilega sunnudaginn 22. febrúar. Námskeiðið er 8 skipti og kostar kr. 18.500 og fer skráning fram á  http://goo.gl/forms/5fSkl4sNQl