Pollaflokkur á laugardaginn

Í hádeginu á laugardaginn 22. júní munum við bjóða polla velkomna á Hvammsvöllinn. Það er alltaf skemmtileg stund að sjá pollana, ýmist teymda eða ríðandi, koma í sínu fínasta pússi á hestunum sínum til að „keppa“. Allir pollar fá verðlaun fyrir sína þátttöku.

Pollarnir koma oftar en ekki í búningum og stundum hestarnir líka!

Tekið er við skráningum á netfangið skraning@fakur.is

Fram þarf að koma:

  • Nafn knapa og aldur
  • Nafn hests, aldur og litur
  • Búningur (ef við á)

Hlökkum til að sjá pollana á laugardaginn!

Mótanefnd Fáks